Lögreglan fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31