Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar hafa farið mikinn hér á síðum blaðsins upp á síðkastið í viðleitni sinni til að mótmæla uppbyggingu fiskeldis hér við land. Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu.Staðbundin áhrif Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.Tilhæfulausar dómsdagsspár Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið. Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.Fiskeldið eflir byggðirnar Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram. Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum. – Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Skoðun Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar hafa farið mikinn hér á síðum blaðsins upp á síðkastið í viðleitni sinni til að mótmæla uppbyggingu fiskeldis hér við land. Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu.Staðbundin áhrif Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.Tilhæfulausar dómsdagsspár Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið. Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.Fiskeldið eflir byggðirnar Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram. Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum. – Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar