922 tveggja mánaða hreindýrs- kálfar settir út á guð og gaddinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar