Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Jeppa var ekið upp í miðjar hlíðar Esjunnar þar sem hann festist. Hafa þarf hraðar hendur við að laga skemmdirnar sem af hlutust. vísir/stefán Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira