Ég kann mjög vel við þetta knappa form Magnús Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2017 11:00 Þór Stefánsson, ljóðskáld og þýðandi segir mikið standa til í París í haust í tengslum við útgáfuna. Visir/Andri Marinó Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt skáld sendir frá sér ljóðabók á tveimur tungumálum, íslensku og frönsku, en þetta fyrirkomulag er þó Þór Stefánssyni ljóðskáldi vel kunnugt. Ástin og lífið… og fleiri ljóð / L'amour et la vie… et d'autres poèmes, er fjórtánda ljóðabók Þórs en að baki á hann einnig jafn margar þýðingar úr frönsku. Þór segist þó alls ekki skrifa jöfnum höndum á íslensku og frönsku heldur hafi hann í gegnum tíðina þýtt eigin verk með frönskum þýðendum. „Það sem hefur komið út áður þýddi ég alltaf með Lucie Albertini og reyndar hef ég alltaf gert þetta að frumkvæði Frakkanna. Að þessu sinni vinn ég þýðinguna með Nicole Barrière, en hún er útgáfustjóri þessa bókaflokks hjá L'Harmattan-forlaginu í París sem gefur bókina út. En ég hef því aldrei gefið mig í það að skrifa beint á frönsku sjálfur heldur alltaf ort á íslensku og unnið svo þýðingarnar í samvinnu við aðra. Ég hef reyndar líka þýtt eftir önnur íslensk skáld en fyrir fimmtán árum kom út bók sem mundi hafa heitið Tuttugu og fimm íslensk skáld, með verkum samtímahöfunda.“ Þór segir að þessi sterku tengsl hans við Frakkland og franska menningu megi einfaldlega rekja til þess að hann hafi farið þangað til náms á sínum tíma. „Ég menntaði mig í Frakklandi og hef starfað m.a. sem frönskukennari og hef að auki verið að fást við þýðingar úr frönsku en þá einkum frá frönskumælandi jaðarsvæðum. Að auki ritstýrði ég frönsku orðabókinni á sínum tíma sem er nú víst ekki fáanleg lengur heldur aðeins aðgengileg á netinu.“ En finnst Þór að það sé kannski franskur keimur á hans ljóðagerð? „Ég veit það ekki, efast eiginlega um það. Reyndar var fyrsta skáldið sem ég þýddi Guillevec sem ég þýddi nokkrar bækur eftir. Ég finn nú ákveðna samkennd með honum en þetta eru yfirleitt stuttir textar hjá mér en það er ekki ýkja algengt í Frakklandi núna. En þetta knappa form hentar mér og ég kann vel við það. Guillevec yrkir einnig á þessu knappa formi og það er því ekki ólíklegt að ég hafi í raun valið að takast á við að þýða ljóðin hans vegna þess að það passaði mér, kunni vel við lag hans á ljóðlistinni. Hann var reyndar fallinn frá þegar ég fór að takast á við þessar þýðingar en ég kynntist ekkjunni hans og það var stórmerkileg kona.“ Varðandi yrkisefnin segir Þór að líkast til sé titill nýjustu bókarinnar ágætis vísbending. „Þessi titill, Ástin og lífið?…?og fleiri ljóð, er nokkuð lýsandi fyrir það sem ég hef verið að takast á við í mínum ljóðum. Ástin hefur vissulega verið nokkuð áberandi en það er ekki allt bundið hana. Þemun hafa verið þessi: Ástin og lífið og ýmislegt fleira og dauðinn er auðvitað partur af lífinu.“ Þór segir að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hversu mikið verður svo að gerast í haust í París í tengslum við útgáfu bókarinnar þar. „Ég fer til Frakklands í október og þá verður heilmikið að gerast, það kemur mér eiginlega á óvart hvað það er mikið umstang. Það er þarna leikhús sem heitir Déchargeurs sem verður með dagskrá um verk mín á frönsku og svo ætlar Norræna bókasafnið í París, sem er deild í aðalsafni borgarinnar, að vera með dagskrá um verk mín. Þetta verður allt í sömu vikunni í október svo það er sitthvað að hlakka til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. ágúst. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt skáld sendir frá sér ljóðabók á tveimur tungumálum, íslensku og frönsku, en þetta fyrirkomulag er þó Þór Stefánssyni ljóðskáldi vel kunnugt. Ástin og lífið… og fleiri ljóð / L'amour et la vie… et d'autres poèmes, er fjórtánda ljóðabók Þórs en að baki á hann einnig jafn margar þýðingar úr frönsku. Þór segist þó alls ekki skrifa jöfnum höndum á íslensku og frönsku heldur hafi hann í gegnum tíðina þýtt eigin verk með frönskum þýðendum. „Það sem hefur komið út áður þýddi ég alltaf með Lucie Albertini og reyndar hef ég alltaf gert þetta að frumkvæði Frakkanna. Að þessu sinni vinn ég þýðinguna með Nicole Barrière, en hún er útgáfustjóri þessa bókaflokks hjá L'Harmattan-forlaginu í París sem gefur bókina út. En ég hef því aldrei gefið mig í það að skrifa beint á frönsku sjálfur heldur alltaf ort á íslensku og unnið svo þýðingarnar í samvinnu við aðra. Ég hef reyndar líka þýtt eftir önnur íslensk skáld en fyrir fimmtán árum kom út bók sem mundi hafa heitið Tuttugu og fimm íslensk skáld, með verkum samtímahöfunda.“ Þór segir að þessi sterku tengsl hans við Frakkland og franska menningu megi einfaldlega rekja til þess að hann hafi farið þangað til náms á sínum tíma. „Ég menntaði mig í Frakklandi og hef starfað m.a. sem frönskukennari og hef að auki verið að fást við þýðingar úr frönsku en þá einkum frá frönskumælandi jaðarsvæðum. Að auki ritstýrði ég frönsku orðabókinni á sínum tíma sem er nú víst ekki fáanleg lengur heldur aðeins aðgengileg á netinu.“ En finnst Þór að það sé kannski franskur keimur á hans ljóðagerð? „Ég veit það ekki, efast eiginlega um það. Reyndar var fyrsta skáldið sem ég þýddi Guillevec sem ég þýddi nokkrar bækur eftir. Ég finn nú ákveðna samkennd með honum en þetta eru yfirleitt stuttir textar hjá mér en það er ekki ýkja algengt í Frakklandi núna. En þetta knappa form hentar mér og ég kann vel við það. Guillevec yrkir einnig á þessu knappa formi og það er því ekki ólíklegt að ég hafi í raun valið að takast á við að þýða ljóðin hans vegna þess að það passaði mér, kunni vel við lag hans á ljóðlistinni. Hann var reyndar fallinn frá þegar ég fór að takast á við þessar þýðingar en ég kynntist ekkjunni hans og það var stórmerkileg kona.“ Varðandi yrkisefnin segir Þór að líkast til sé titill nýjustu bókarinnar ágætis vísbending. „Þessi titill, Ástin og lífið?…?og fleiri ljóð, er nokkuð lýsandi fyrir það sem ég hef verið að takast á við í mínum ljóðum. Ástin hefur vissulega verið nokkuð áberandi en það er ekki allt bundið hana. Þemun hafa verið þessi: Ástin og lífið og ýmislegt fleira og dauðinn er auðvitað partur af lífinu.“ Þór segir að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hversu mikið verður svo að gerast í haust í París í tengslum við útgáfu bókarinnar þar. „Ég fer til Frakklands í október og þá verður heilmikið að gerast, það kemur mér eiginlega á óvart hvað það er mikið umstang. Það er þarna leikhús sem heitir Déchargeurs sem verður með dagskrá um verk mín á frönsku og svo ætlar Norræna bókasafnið í París, sem er deild í aðalsafni borgarinnar, að vera með dagskrá um verk mín. Þetta verður allt í sömu vikunni í október svo það er sitthvað að hlakka til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. ágúst.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira