Körfubolti

KR-ingar geta mætt þessum liðum þegar dregið verður á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Andri Marinó
Íslands- og bikarmeistarar KR verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í FIBA Europe Cup í höfuðstöðvum FIBA Europe í München.

KR-ingar ákváðu að vera með í Evrópukeppninni í ár en KR er einmitt síðasta íslenska félagsliðið til að taka þátt í Evrópukeppni. Vesturbæjarliðið lék árið 2008 gegn Banvit frá Tyrklandi í Evrópukeppni félagsliða.

Nanterre 92 frá Frakklandi er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið samlanda sína Elan Chalon 82-79 síðasta vor.

Fyrsta umferð undankeppninnar er 20. september og 27. september. Sigurvegarar fara áfram í næstu umferð undankeppninnar þar sem er spilað 4. október og 11. október.

Að lokinni undankeppni er farið í 32 liða deildarkeppni þar sem spilað er í fjögurra liða riðlum.

Það eru mestar líkur á því að KR-ingar þurfi að ferðast til Austur-Evrópu en aðeins einn af mögulegum andstæðingum liðsins er í vesturhluta álfunnar.

Mögulegir andstæðingar KR í fyrstu umferð eru eftirtalin lið:

Belfius Mons-Hainaut (Belgía)  

BC Rilski Sportist (Búlgaría)

BK Pardubice (Tékkland)  

Egis Körmend (Ungverjaland)

BC Rabotnicki Skopje (Makedónía)

BM SLAM STAL Ostrow (Pólland)

CSM CSU Oradea (Rúmenía)

Istanbul Büyüksehir (Tyrkland)

Trabzonspor Medicalpark (Tyrkland)

DNIPRO (Úkraína)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×