Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. ágúst 2017 14:09 Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent