Kona sem bauð sig fram til forseta segir falsaðar nektarmyndir hafa verið notaðar gegn sér Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 12:40 Rwigara er 35 ára gamall frumkvöðull sem bauð sig fram til forseta Rúanda. Vísir/AFP Diane Rwigara, einan konan sem bauð sig fram í forsetakosningunum í Rúanda, segir að andstæðingar hennar hafi birt falsaðar nektarmyndir til að reyna að þagga niður í henni. Kosið er til forseta í Rúanda í dag en Rwigara segir að um leið og hún tilkynnti um framboð sitt hafi stjórnarflokkurinn Föðurlandsfylking Rúanda sem Paul Kagame, sitjandi forseti, tilheyrir hafið árásir á sig. Aðeins nokkrum dögum eftir framboðstilkynninguna voru nektarmyndir sem voru sagðar af Rwigara birtar á netinu. Hún fullyrðir hins vegar að þær séu falsaðar og ætlað að draga úr trúverðugleika hennar. „Þetta eru falsaðar nektarmyndir, breytt í Photoshop, og þetta er eitt af mörgum brögðum sem hafa verið notuð til að þagga niður í mér,“ segir Rwigara að því er kemur fram í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Talsmaður Föðurlandsfylkingarinnar þverneitar hins vegar að flokkurinn hafi haft nokkuð með birtingu myndanna að gera.Paul Kagame greiddi atkvæði í morgun. Hann mun líklega vinna þriðja kjörtímabil sem forseti.Vísir/AFPDæmd úr leik fyrir meint svindlRwigara staðhæfir einnig að stuðningsmenn hennar hafi verið áreittir og handteknir. Nokkrum vikum eftir að myndirnar voru birtar ógilti yfirkjörstjórn Rúanda framboð Rwigara og sakaði hana um kosningasvik með því að skrá látið fólk sem stuðningsmenn. Hún segir það uppspuna frá rótum. Kagame hefur setið á forsetastóli frá árinu 2000. Fastlega er gert ráð fyrir að forsetinn haldi velli í kosningunum. Rúanda Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Diane Rwigara, einan konan sem bauð sig fram í forsetakosningunum í Rúanda, segir að andstæðingar hennar hafi birt falsaðar nektarmyndir til að reyna að þagga niður í henni. Kosið er til forseta í Rúanda í dag en Rwigara segir að um leið og hún tilkynnti um framboð sitt hafi stjórnarflokkurinn Föðurlandsfylking Rúanda sem Paul Kagame, sitjandi forseti, tilheyrir hafið árásir á sig. Aðeins nokkrum dögum eftir framboðstilkynninguna voru nektarmyndir sem voru sagðar af Rwigara birtar á netinu. Hún fullyrðir hins vegar að þær séu falsaðar og ætlað að draga úr trúverðugleika hennar. „Þetta eru falsaðar nektarmyndir, breytt í Photoshop, og þetta er eitt af mörgum brögðum sem hafa verið notuð til að þagga niður í mér,“ segir Rwigara að því er kemur fram í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Talsmaður Föðurlandsfylkingarinnar þverneitar hins vegar að flokkurinn hafi haft nokkuð með birtingu myndanna að gera.Paul Kagame greiddi atkvæði í morgun. Hann mun líklega vinna þriðja kjörtímabil sem forseti.Vísir/AFPDæmd úr leik fyrir meint svindlRwigara staðhæfir einnig að stuðningsmenn hennar hafi verið áreittir og handteknir. Nokkrum vikum eftir að myndirnar voru birtar ógilti yfirkjörstjórn Rúanda framboð Rwigara og sakaði hana um kosningasvik með því að skrá látið fólk sem stuðningsmenn. Hún segir það uppspuna frá rótum. Kagame hefur setið á forsetastóli frá árinu 2000. Fastlega er gert ráð fyrir að forsetinn haldi velli í kosningunum.
Rúanda Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira