Lífið er Línudans – Um flutningskerfi sæstrengs Magnús Rannver Rafnsson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Nýleg heimildarmynd um flutningskerfi raforku ber nafnið Línudans. Myndin er merki um djúpstæða ósátt um raforkukerfin. Lágur rafmagns- og upphitunarkostnaður hefur lengi verið lykilþáttur í íslensku velferðarsamfélagi og veitt okkur fríðindi sem aðrar þjóðir ekki hafa í sama mæli, s.s. sundlaugar, heita potta og hálkubræðandi gangstéttir. En nú eru blikur á lofti. Hagsmunaöfl á orkusviði eru að öðlast slík völd í samfélaginu að rökrétt er að ætla þessa tíma senn liðna. Sérmenntað fólk í lykilstöðum þiggur greiðslur og verkefni fyrir að ryðja hindrunum úr vegi í þágu sérhagsmunaafla. Sérfræðingarnir starfa undir merkjum lagabálka, sem þeir hanna, skrifa og túlka sjálfir eftir pöntuðum hagsmunum útvalinna. Kallast tengslanet, en eru sérhagsmunasamtök fárra, starfrækt á kostnað annarra; íslensks almennings. Engin merki eru um að þessum öflum verði veitt viðnám í bráð. Sæstrengur gæti orðið næsta ógn í röð ógna við íslenska velferð. Þungi áróðursins vex og aukin áhersla á meinta nauðsynlega lagasetningu sem ætlað er að tryggja raforkuflutning – og ryðja fyrirstöðunni (fólkinu) úr vegi – er áberandi. Sæstrengur ekki á dagskrá? Áætlanir orkufyrirtækja benda til annars. Hundrað milljarða uppbygging flutningskerfa raforku virðist hafa einn megintilgang; að tryggja fæðingu sæstrengs. Hnökralaus fæðing slíks ofurmannvirkis – lengsta og dýrasta sæstrengs heims – er grunnforsenda fjárfestingarinnar. Án hennar verður enginn sæstrengur. Hvort íslenskir eða erlendir aðilar greiði fyrir sæstreng skiptir líklegast ekki máli, íslenskur almenningur mun þurfa að greiða fyrir 100 milljarða flutningskerfi. Einhver mun þurfa að greiða fyrir 800 milljarða sæstreng. Orkuverð mun hækka. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar sæstrengs til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins mun orkuverð hækka um „fimm til tíu prósent“. Skoðum það; 100 milljarða flutningskerfi, lengsti sæstrengur heims, alger óvissa, verðlag orku í Evrópu og sveiflur íslenskrar krónu. Fráleitar getgátur. Verkefnisstjórn fjögurra einstaklinga skipa meðal annars Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets og nú starfsmaður AraEngineering. Stofnandi þess fyrirtækis og forstjóri er Árni Björn Jónasson, faðir Rögnu Árnadóttur. AraEngineering sérhæfir sig í raforkuflutningskerfum og hefur nú þegar fengið yfir 170 milljónir á silfurfati frá Landsneti, skv. nýlegri frétt Kjarnans. Hundrað milljarða framkvæmdir eru stórveisla fyrir AraEngineering sem fær verkefnin frá Landsneti; án útboðs eða samkeppni. Horfum á hlutina eins og þeir eru. Er líklegt að íslensk pólitík í dag hafi hag almennings að leiðarljósi við dreifingu mögulegra skatttekna af sæstrengs-ævintýrinu? Ísland tilheyrir tíu tekjuhæstu þjóðum heims (GDP per capita) þrátt fyrir áföll. Hvar sjást þess merki þegar kemur að hagsmunum almennings – barna, stúdenta, verkafólks, vel menntaðs fólks, aldraðra, einstæðra, öryrkja, sjúklinga og almennt foreldra sem vinna myrkranna á milli? Hvar sjást þess merki í leikskólum, grunnskólum, háskólum, rannsóknum og nýsköpun? Hvað með löggæslu, persónu- og neytendavernd? Eða heilbrigðisþjónustu? Hvernig gengur annars að koma þaki yfir fjölskylduna, allt í góðu þar? Íslenskar orkuauðlindir standa í dag berskjaldaðar. Skæruliðar sérhagsmuna ryðja brautina með lagasmíð þar sem túlkun verður smekksatriði og rest afgreidd í dómsölum. Nú stefnir í að 100 milljarða fjárfestingu í flutningskerfum verði troðið með lagasetningu ofan í fólk. Það er enn ein ógn við þegar mikið laskaða íslenska velferð. Núverandi áætlanir um íturvaxið raforkuflutningskerfi eru tímaskekkja sem endurspeglar hugmyndafræði fortíðar um risavaxnar stofnbrautir, líkt og tíðkuðust í borgarskipulagi. Stálgrindarmöstur voru í eina tíð táknmynd stoltra iðnvæddra ríkja en eru í dag ímynd stöðnunar. Slík háspennumöstur eru í öllum gildandi áætlunum Landsnets, þó eru til betri lausnir fyrir framtíðina. Þær munu hinsvegar ekki birtast okkur, þar sem sérhagsmunir kæfa nýsköpun með stuðningi sjálfs nýsköpunarráðuneytisins. Það er ógn við íslenska náttúru og ferðamannaiðnað. Það er ennfremur aðför að nýsköpun. Andstætt Íslendingum – sem í dag byggja hús sem mygla og flækt flutningskerfi sem ryðga – byggja Danir á framsækinni nýsköpun í verkfræði og endurspegla þekkingu og færni sem lesa má í hverju handtaki. Hvernig Danir umgangast sitt land af virðingu með skipulagi, hönnun og útfærslum nýrrar tækniþekkingar í þágu samfélagsins, er aðdáunarvert. Línudans endurspeglar vilja fólksins. Landsnet þjónustar sérhagsmuni. Ráðuneytið þjónustar Landsnet. En fólk vill aðrar lausnir. Týndar skýrslur, áróður og yfirgangur í dómsölum eru ekki líkleg til sáttar. Að einstaklingar með beina hagsmuni af stórframkvæmdum meti áhrif þeirra á efnahag þjóðarinnar, er ekki merki um sátt – það er galið. Erlendis færist í vöxt að samfélög taki yfir flutningskerfin sín til að sporna við neikvæðri samfélagslegri þróun raforkumála. Erum við kannski komin þangað? Staðbundnar fíngerðar lausnir í sátt við náttúru og samfélag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Nýleg heimildarmynd um flutningskerfi raforku ber nafnið Línudans. Myndin er merki um djúpstæða ósátt um raforkukerfin. Lágur rafmagns- og upphitunarkostnaður hefur lengi verið lykilþáttur í íslensku velferðarsamfélagi og veitt okkur fríðindi sem aðrar þjóðir ekki hafa í sama mæli, s.s. sundlaugar, heita potta og hálkubræðandi gangstéttir. En nú eru blikur á lofti. Hagsmunaöfl á orkusviði eru að öðlast slík völd í samfélaginu að rökrétt er að ætla þessa tíma senn liðna. Sérmenntað fólk í lykilstöðum þiggur greiðslur og verkefni fyrir að ryðja hindrunum úr vegi í þágu sérhagsmunaafla. Sérfræðingarnir starfa undir merkjum lagabálka, sem þeir hanna, skrifa og túlka sjálfir eftir pöntuðum hagsmunum útvalinna. Kallast tengslanet, en eru sérhagsmunasamtök fárra, starfrækt á kostnað annarra; íslensks almennings. Engin merki eru um að þessum öflum verði veitt viðnám í bráð. Sæstrengur gæti orðið næsta ógn í röð ógna við íslenska velferð. Þungi áróðursins vex og aukin áhersla á meinta nauðsynlega lagasetningu sem ætlað er að tryggja raforkuflutning – og ryðja fyrirstöðunni (fólkinu) úr vegi – er áberandi. Sæstrengur ekki á dagskrá? Áætlanir orkufyrirtækja benda til annars. Hundrað milljarða uppbygging flutningskerfa raforku virðist hafa einn megintilgang; að tryggja fæðingu sæstrengs. Hnökralaus fæðing slíks ofurmannvirkis – lengsta og dýrasta sæstrengs heims – er grunnforsenda fjárfestingarinnar. Án hennar verður enginn sæstrengur. Hvort íslenskir eða erlendir aðilar greiði fyrir sæstreng skiptir líklegast ekki máli, íslenskur almenningur mun þurfa að greiða fyrir 100 milljarða flutningskerfi. Einhver mun þurfa að greiða fyrir 800 milljarða sæstreng. Orkuverð mun hækka. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar sæstrengs til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins mun orkuverð hækka um „fimm til tíu prósent“. Skoðum það; 100 milljarða flutningskerfi, lengsti sæstrengur heims, alger óvissa, verðlag orku í Evrópu og sveiflur íslenskrar krónu. Fráleitar getgátur. Verkefnisstjórn fjögurra einstaklinga skipa meðal annars Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets og nú starfsmaður AraEngineering. Stofnandi þess fyrirtækis og forstjóri er Árni Björn Jónasson, faðir Rögnu Árnadóttur. AraEngineering sérhæfir sig í raforkuflutningskerfum og hefur nú þegar fengið yfir 170 milljónir á silfurfati frá Landsneti, skv. nýlegri frétt Kjarnans. Hundrað milljarða framkvæmdir eru stórveisla fyrir AraEngineering sem fær verkefnin frá Landsneti; án útboðs eða samkeppni. Horfum á hlutina eins og þeir eru. Er líklegt að íslensk pólitík í dag hafi hag almennings að leiðarljósi við dreifingu mögulegra skatttekna af sæstrengs-ævintýrinu? Ísland tilheyrir tíu tekjuhæstu þjóðum heims (GDP per capita) þrátt fyrir áföll. Hvar sjást þess merki þegar kemur að hagsmunum almennings – barna, stúdenta, verkafólks, vel menntaðs fólks, aldraðra, einstæðra, öryrkja, sjúklinga og almennt foreldra sem vinna myrkranna á milli? Hvar sjást þess merki í leikskólum, grunnskólum, háskólum, rannsóknum og nýsköpun? Hvað með löggæslu, persónu- og neytendavernd? Eða heilbrigðisþjónustu? Hvernig gengur annars að koma þaki yfir fjölskylduna, allt í góðu þar? Íslenskar orkuauðlindir standa í dag berskjaldaðar. Skæruliðar sérhagsmuna ryðja brautina með lagasmíð þar sem túlkun verður smekksatriði og rest afgreidd í dómsölum. Nú stefnir í að 100 milljarða fjárfestingu í flutningskerfum verði troðið með lagasetningu ofan í fólk. Það er enn ein ógn við þegar mikið laskaða íslenska velferð. Núverandi áætlanir um íturvaxið raforkuflutningskerfi eru tímaskekkja sem endurspeglar hugmyndafræði fortíðar um risavaxnar stofnbrautir, líkt og tíðkuðust í borgarskipulagi. Stálgrindarmöstur voru í eina tíð táknmynd stoltra iðnvæddra ríkja en eru í dag ímynd stöðnunar. Slík háspennumöstur eru í öllum gildandi áætlunum Landsnets, þó eru til betri lausnir fyrir framtíðina. Þær munu hinsvegar ekki birtast okkur, þar sem sérhagsmunir kæfa nýsköpun með stuðningi sjálfs nýsköpunarráðuneytisins. Það er ógn við íslenska náttúru og ferðamannaiðnað. Það er ennfremur aðför að nýsköpun. Andstætt Íslendingum – sem í dag byggja hús sem mygla og flækt flutningskerfi sem ryðga – byggja Danir á framsækinni nýsköpun í verkfræði og endurspegla þekkingu og færni sem lesa má í hverju handtaki. Hvernig Danir umgangast sitt land af virðingu með skipulagi, hönnun og útfærslum nýrrar tækniþekkingar í þágu samfélagsins, er aðdáunarvert. Línudans endurspeglar vilja fólksins. Landsnet þjónustar sérhagsmuni. Ráðuneytið þjónustar Landsnet. En fólk vill aðrar lausnir. Týndar skýrslur, áróður og yfirgangur í dómsölum eru ekki líkleg til sáttar. Að einstaklingar með beina hagsmuni af stórframkvæmdum meti áhrif þeirra á efnahag þjóðarinnar, er ekki merki um sátt – það er galið. Erlendis færist í vöxt að samfélög taki yfir flutningskerfin sín til að sporna við neikvæðri samfélagslegri þróun raforkumála. Erum við kannski komin þangað? Staðbundnar fíngerðar lausnir í sátt við náttúru og samfélag?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun