Hvalirnir eru oft fólskulega pyntaðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun