Hvalirnir eru oft fólskulega pyntaðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun