Hefur sett Íslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Stefán Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur) Sund Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sjá meira
Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur)
Sund Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“