Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 20:00 Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30