Vandasamt að kaupa föt í stórum stærðum Guðný Hrönn skrifar 24. júlí 2017 09:45 Fanney Dóra er förðunarfræðingur og bloggáhrifavaldur. vísir/andri marinó Förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir upplifir að það sé erfitt að kaupa föt í stórum stærðum á Íslandi. Hún segir úrvalið af fötum í stórum stærðum vera lítið og skipulagið vera skrýtið. Fanneyju Dóru Veigarsdóttur dreymir um að geta farið inn í verslunarmiðstöð með vinkonum sínum og keypt sér föt án vandræða en það hefur reynst henni erfitt í gegnum tíðina þar sem útvalið er lítið og fatastærðir eru illa hannaðar. „Ég hef oft upplifað niðurlægingu við að fara í búðir með vinkonum mínum þegar ég máta föt í mínum stærðum, föt sem ég ætti að passa í, en þau passa samt ekki. Svo þegar maður finnur eitthvað sem passar þá kemst maður kannski að því að það var bara pöntuð ein flík í þessari stærð. Ég fann til dæmis kjól í tískuverslun um daginn sem ég passaði í, það var þvílík veisla. En það kom bara einn í minni stærð. Það gat sem sagt engin önnur kona í minni stærð eignast þennan kjól.“ Fanney Dóra væri til í að sjá búðareigendur bregðast við umræðunni. Hún væri til í að sjá betra úrval af stórum stærðum í fatabúðum og að fötum í stærri stærðum væri ekki haldið til hliðar, í sérstökum deildum og sérstökum búðum sem heita nöfnum sem vísa í að um stórar stærðir sé að ræða.„Það væri gott ef búðir hétu ekki alltaf einhverju nafni sem bendir til að þær selji „plus size“ föt. Af hverju geta þessar búðir ekki bara heitið einhverju venjulega nafni, eins og aðrar búðir? Ég fagna þessum verslunum sem selja stórar stærðir, en búðir sem eru með stærðir frá 0 upp í 6 heita ekki eftir líkamsgerð þeirra sem geta verslað þar.“ „Sumt fólk upplifir skömm af því að vera í stórum stærðum og þá getur verið erfitt að fara inn í sérstakar plus size-búðir. Það er alveg erfitt að viðurkenna að maður noti stórar stærðir og að maður eigi erfitt með að finna föt. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég væri í plus size og fólk sagði oft: „Nei, nei, þú ert það ekkert.“ Eins og það sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Og ég nota aldrei orðið „feit“, í staðinn nota ég „plus size“ því fólk fer alveg í kerfi ef maður talar um að maður sé feitur,“ útskýrir Fanney. Stanslaus baráttaEins og áður sagði var það stórt skref fyrir Fanneyju Dóru að byrja að tala opinskátt um að hún notaði stórar stærðir. En hún segir mikið hafa breyst á um það bil einu ári. „Ég þorði eiginlega ekki að fara í sund en núna er ég alltaf í sundi. Ég er ekki að segja að það sé auðvelt samt. Þetta er stanslaus barátta. En ég held að ég hafi bara áttað mig á að ég má vera eins og ég er, alveg sama hvað öðrum finnst.“ „Það getur líka verið erfitt að fara í ræktina. Ég lenti sjálf í því að vera niðurlægð af konu á miðjum aldri á viðkvæmu augnabliki. Hún kom upp að mér þegar ég var í sturtu og sagði mér að fara á eitthvert sykurnámskeið og þá myndu sko aukakílóin hrynja af mér. Þá áttaði ég mig á því að fólk leyfir sér að segja svo mikið við feitt fólk, eins og það sé alltaf í lagi að skjóta á feitt fólk. Ég fór ekki í líkamsrækt í langan tíma eftir það.“ Fanney, sem heldur úti blogginu fanneydora.com, hefur fengið mikið af skilaboðum frá ungum stelpum síðan hún byrjaði að skrifa um hugleiðingar sínar um fatastærðir og fitufordóma. Hún segir sorglegt að sjá að margar ungar stelpur í stórum stærðum upplifi skömm. „Sumar hafa sagt mér að þær hafi brotnað saman eftir að hafa fari í búðir með vinkonum sínum og forðist að fara í ræktina og sund. Það er mjög sorglegt og ég vil bara minna á að maður má ekki leyfa sér að missa af lífinu.“„Einu sinni sagði ég til dæmis alltaf „nei“ þegar vinkonur mínar voru allar að fara í sund saman, og ég veit að ég missti af miklu við það.“ Spurð út í hvert markmið hennar sé með þessari umræðu segist Fanney Dóra vilja vekja fólk til umhugsunar, einkum fólk sem rekur verslanir. „Ef búðareigendur vilja ekki gera vel við viðskiptavini sína þá ættu þeir allavega að hugsa þetta út frá viðskiptasjónarmiði. Konur í stórum stærðum er risastór markhópur sem þeir eru að missa af. Svo sér maður fréttir af því að fólk sé að panta föt að utan, það er ekkert skrýtið þegar það hefur ekki annan valkost.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir upplifir að það sé erfitt að kaupa föt í stórum stærðum á Íslandi. Hún segir úrvalið af fötum í stórum stærðum vera lítið og skipulagið vera skrýtið. Fanneyju Dóru Veigarsdóttur dreymir um að geta farið inn í verslunarmiðstöð með vinkonum sínum og keypt sér föt án vandræða en það hefur reynst henni erfitt í gegnum tíðina þar sem útvalið er lítið og fatastærðir eru illa hannaðar. „Ég hef oft upplifað niðurlægingu við að fara í búðir með vinkonum mínum þegar ég máta föt í mínum stærðum, föt sem ég ætti að passa í, en þau passa samt ekki. Svo þegar maður finnur eitthvað sem passar þá kemst maður kannski að því að það var bara pöntuð ein flík í þessari stærð. Ég fann til dæmis kjól í tískuverslun um daginn sem ég passaði í, það var þvílík veisla. En það kom bara einn í minni stærð. Það gat sem sagt engin önnur kona í minni stærð eignast þennan kjól.“ Fanney Dóra væri til í að sjá búðareigendur bregðast við umræðunni. Hún væri til í að sjá betra úrval af stórum stærðum í fatabúðum og að fötum í stærri stærðum væri ekki haldið til hliðar, í sérstökum deildum og sérstökum búðum sem heita nöfnum sem vísa í að um stórar stærðir sé að ræða.„Það væri gott ef búðir hétu ekki alltaf einhverju nafni sem bendir til að þær selji „plus size“ föt. Af hverju geta þessar búðir ekki bara heitið einhverju venjulega nafni, eins og aðrar búðir? Ég fagna þessum verslunum sem selja stórar stærðir, en búðir sem eru með stærðir frá 0 upp í 6 heita ekki eftir líkamsgerð þeirra sem geta verslað þar.“ „Sumt fólk upplifir skömm af því að vera í stórum stærðum og þá getur verið erfitt að fara inn í sérstakar plus size-búðir. Það er alveg erfitt að viðurkenna að maður noti stórar stærðir og að maður eigi erfitt með að finna föt. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég væri í plus size og fólk sagði oft: „Nei, nei, þú ert það ekkert.“ Eins og það sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Og ég nota aldrei orðið „feit“, í staðinn nota ég „plus size“ því fólk fer alveg í kerfi ef maður talar um að maður sé feitur,“ útskýrir Fanney. Stanslaus baráttaEins og áður sagði var það stórt skref fyrir Fanneyju Dóru að byrja að tala opinskátt um að hún notaði stórar stærðir. En hún segir mikið hafa breyst á um það bil einu ári. „Ég þorði eiginlega ekki að fara í sund en núna er ég alltaf í sundi. Ég er ekki að segja að það sé auðvelt samt. Þetta er stanslaus barátta. En ég held að ég hafi bara áttað mig á að ég má vera eins og ég er, alveg sama hvað öðrum finnst.“ „Það getur líka verið erfitt að fara í ræktina. Ég lenti sjálf í því að vera niðurlægð af konu á miðjum aldri á viðkvæmu augnabliki. Hún kom upp að mér þegar ég var í sturtu og sagði mér að fara á eitthvert sykurnámskeið og þá myndu sko aukakílóin hrynja af mér. Þá áttaði ég mig á því að fólk leyfir sér að segja svo mikið við feitt fólk, eins og það sé alltaf í lagi að skjóta á feitt fólk. Ég fór ekki í líkamsrækt í langan tíma eftir það.“ Fanney, sem heldur úti blogginu fanneydora.com, hefur fengið mikið af skilaboðum frá ungum stelpum síðan hún byrjaði að skrifa um hugleiðingar sínar um fatastærðir og fitufordóma. Hún segir sorglegt að sjá að margar ungar stelpur í stórum stærðum upplifi skömm. „Sumar hafa sagt mér að þær hafi brotnað saman eftir að hafa fari í búðir með vinkonum sínum og forðist að fara í ræktina og sund. Það er mjög sorglegt og ég vil bara minna á að maður má ekki leyfa sér að missa af lífinu.“„Einu sinni sagði ég til dæmis alltaf „nei“ þegar vinkonur mínar voru allar að fara í sund saman, og ég veit að ég missti af miklu við það.“ Spurð út í hvert markmið hennar sé með þessari umræðu segist Fanney Dóra vilja vekja fólk til umhugsunar, einkum fólk sem rekur verslanir. „Ef búðareigendur vilja ekki gera vel við viðskiptavini sína þá ættu þeir allavega að hugsa þetta út frá viðskiptasjónarmiði. Konur í stórum stærðum er risastór markhópur sem þeir eru að missa af. Svo sér maður fréttir af því að fólk sé að panta föt að utan, það er ekkert skrýtið þegar það hefur ekki annan valkost.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira