Spá hátt í 20 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðar í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 10:37 Spákort miðvikudagsins lítur bara alveg ágætlega út. veðurstofa íslands. Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira