Erlent

„Obamacare er dauðinn sjálfur“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Trump er fullur örvæntingar.
Trump er fullur örvæntingar. Nordicphotos/AFP
„Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. Frá þessu er greint á vef Washington Post.

„Sá þingmaður sem kýs á móti er í raun að segja Bandaríkjamönnum að hann sé sáttur við Obamacare-martröðina,“ segir forsetinn. 

Þá segir forsetinn að þetta sé tækifæri fyrir þingmenn Repúblikanaflokksins að standa við gefin loforð. „Sí og æ sögðu þeir afnemum, afnemum og endurnýjum. Núna fá þeir tækifæri til að efna loforð sem þeir gáfu bandarísku þjóðinni.“

Forsetinn segir röksemdafærslu Demókrataflokksins byggjast á því að útmála allar breytingar á löggjöfinni sem dauðann. Hann segir Obamacare löggjöfina vera það sem sé dauðinn.

Af tali forsetans má skilja að hann sé hræddur um að ekki séu nógu margir samflokksmenn á sömu blaðsíðu varðandi löggjöfina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×