Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2017 07:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði gríðarlegan fjölda skáta í gær. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira