Maradona: Vídeódómarar hefðu komið í veg fyrir HM-titla hjá bæði Argentínu og Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Vísir/Getty Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira