Viðskipti innlent

Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja
Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur bankaráð Landsbankans til að tryggja að starfsmenn bankans komi ekki í veg fyrir að fram fari trúverðugt mat á því hvert verðmæti stofnfjár Sparisjóðs Vestmannaeyja var þegar bankinn tók sparisjóðinn yfir í mars 2015. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill að bankinn sýni lágmarks sanngirni og afhendi nauðsynleg gögn til þess að umrætt mat geti farið fram.

Fyrrum stofnfjáreigendur í sparisjóðnum, þar á meðal Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, telja að á þá hafi verulega hallað þegar Landsbankinn tók yfir rekstur sjóðsins á sínum tíma. Þeir hafa fengið dómkvadda matsmenn til þess að leggja mat á verðmæti þess endurgjalds sem þeir fengu við yfirtökuna, en Elliði segir Landsbankann hafa neitað að afhenda matsmönnunum nauðsynleg gögn.

„Við erum skiljanlega mjög ósátt við þetta, enda teljum við að íslenskar bankastofnanir, ekki síst sú sem er í eigu ríkisins, þurfi að hafa hugfast að leyndarhyggja í rekstri fjármálastofnana hefur ekki reynst þessari þjóð vel,“ segir Elliði í samtali við Fréttablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×