Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 10:41 Banni Trump við að transfólk gegni herþjónustu var mótmælt í New York í gær. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00