Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 15:37 Enn á fyrsta tunglið utan sólkerfis okkar eftir að finnast. NASA/JPL-Caltech Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann. Vísindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann.
Vísindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira