Trump dregur í land með netöryggissveit með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2017 10:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið. Donald Trump Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið.
Donald Trump Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira