Axlar- og rifbeinsbrotnaði í Vesturbæjarlaug Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 10:50 Friðbjörg segir ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu. Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira