Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 12:57 Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson. Íslenska krónan Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson.
Íslenska krónan Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira