Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 18:07 Hækkunin fer úr 5 til tíu þúsund krónum í 20 þúsund krónur. vísir/andri marínó Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar. Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. Gert er ráð fyrir að lægstu sektir verði 20 þúsund krónur. Ef ökuskírteini gleymist verði sektin 10 þúsund krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir að sektir fyrir mörg brot verði hæst 500 þúsund krónur. Það krefst breytinga á umferðarlögum sem nú gera ráð fyrir 300 þúsund krónum fyrir samanlagðar sektir. Núgildandi reglugerð, sem mun falla úr gildi samþykki ráðherra tillögur ríkissaksóknara að nýrri reglugerð, var sett árið 2006. Í tillögu að reglugerðinni má sjá að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar mun hækka í 40 þúsund krónur úr 5 þúsund krónum líkt og komið hefur fram í fréttum. Þá munu sektir fyrir óþarfa mengun frá vélknúnu ökutæki hækka í 20 þúsund krónur úr 10 þúsund krónum. Íslendingar munu líklega hugsa sig tvisvar um, ef ekki oftar, ætli þeir sér að bruna yfir á rauðu ljósi þar sem sektin mun, miðað við þessar tillögur, hækka úr 15 þúsundum í 30 þúsund krónur. Utanvegaakstur hækkar úr 5 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Þá munu sektir einnig hækka í 20 þúsund krónur fyrir að aka ógætilega með þeim afleiðingum að aur slettist á vegfarendur, ef of stutt bil er á milli ökutækja í umferðinni, ef öryggisbelti er sleppt og ef farmur byrgir ökumanni útsýni. Þáverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, óskaði eftir tillögu ríkissaksóknara um sektir fyrir umferðarlagabrot í september 2016. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun farsíma undir stýri án notkun handfrjáls búnaðar.
Samgöngur Tengdar fréttir Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30