Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Sundlaug Akureyrar státar nú af lengstu rennibraut landsins sem er 86 metrar að lengd. Hún kostaði aftur á móti sitt. vísir/auðunn Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30