Gigtarlæknir sem elskar badminton og tónlist Landspítalinn kynnir 13. júlí 2017 11:00 Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. Hún segir stuttar boðleiðir einfalda öll samskipti. Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira