Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:00 Íslendingar hafa tekið Costco opnum örmum en á móti hefur velta í öðrum verslunum dregist saman. VÍSIR/ANTON BRINK Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Það vekur athygli að bandaríski verslunarrisinn Costco, sem opnaði verslun í Garðabæ, er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaðnum fyrir komu Costco. Ástæðan er sú að Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að síðastliðin ár hafi vöxtur í dagvöruverslun verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú því nokkuð úr takti við þá þróun. Telur Rannsóknasetrið líklegt að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri því samdráttinn. Þá bendir Rannsóknasetrið á að athyglisvert sé að verð á dagvöru lækkar í hraðari takt undanfarna tvo mánuði en sést hefur um nokkuð langt skeið. „Verð á dagvöru var3,9% lægraí júní síðastliðnum ení júní í fyrrasamkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco.Þó velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3%að raunvirði, þ.e.þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingumá einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári síðan í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins en nánar má lesa um málið hér. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53 Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Það vekur athygli að bandaríski verslunarrisinn Costco, sem opnaði verslun í Garðabæ, er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaðnum fyrir komu Costco. Ástæðan er sú að Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að síðastliðin ár hafi vöxtur í dagvöruverslun verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú því nokkuð úr takti við þá þróun. Telur Rannsóknasetrið líklegt að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri því samdráttinn. Þá bendir Rannsóknasetrið á að athyglisvert sé að verð á dagvöru lækkar í hraðari takt undanfarna tvo mánuði en sést hefur um nokkuð langt skeið. „Verð á dagvöru var3,9% lægraí júní síðastliðnum ení júní í fyrrasamkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco.Þó velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3%að raunvirði, þ.e.þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingumá einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári síðan í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins en nánar má lesa um málið hér.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53 Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53
Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42