Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2017 22:30 Valtteri Bottas er á svakalegu skriði þessa dagana. Vísir/Getty Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.Fyrri æfingin Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað. Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti. Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/GettySeinni æfinginBottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu. Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas. Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00 Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.Fyrri æfingin Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað. Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti. Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/GettySeinni æfinginBottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu. Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas. Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00 Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00
Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00