Sport

Arna Stefanía krækti í brons á EM | Guðni Valur í fimmta sæti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arna Stefanía, hér hægra megin, vann bronsverðlaun á EM U23 ára í Póllandi.
Arna Stefanía, hér hægra megin, vann bronsverðlaun á EM U23 ára í Póllandi. visir/epa
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, hlaupakonan úr FH, vann bronsverðlaun á EM 20-22 ára í 400 metra grindahlaupi í Póllandi í dag er hún kom í mark á 56,37 sekúndu.

Fór hún vel af stað og átti nægan kraft eftir þegar komið var á lokasprettinn þar sem hún náði forskotinu til að ná sæti á verðlaunapall. Var þetta besti tími Örnu til þessa á árinu.

Var hún aðeins rúmlega hálfri sekúndu á eftir Ayomide Folorunso frá Ítalíu sem kom fyrst í mark á 55,82 sekúndu, hennar besta tíma á árinu en Jessica Turner frá Bretlandi kom í öðru sæti á 56,08, besta tíma hennar frá upphafi.

Þá hafnaði Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, í fimmta sæti með kasti upp á 57,31 metra.

Átti Guðni besta kast sitt í annarri umferð og fékk þrjú auka köst en náði ekki að bæta það. Voru þrjú af sex köstum Guðna dæmd ógild.

Norðmaðurinn Sven Martin Skagestad stóð uppi sem sigurvegari í kringlukastinu með 61 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×