Ef dyrnar hjá UFC eru opnar fer ég glöð yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Sunna hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. MYND/MJÖLNIR.IS/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum. MMA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum.
MMA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira