Ef dyrnar hjá UFC eru opnar fer ég glöð yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Sunna hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. MYND/MJÖLNIR.IS/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum. MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti