Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Magma Energy verður áfram stærsti hluthafi HS Orku, með 53,9% hlut. vísir/andri marinó Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna. Kanadíska orkufélagið Alterra greindi frá því í síðustu viku að dótturfélag sitt, Magma Energy, ætti í viðræðum við íslenska fagfjárfestasjóðinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma gaf út við kaup á hlut sínum í HS Orku. Af tilkynningu Alterra má ráða að Magma hyggst ekki endurfjármagna lánið, heldur er gert ráð fyrir að ORK gangi að veði þess og yfirtaki þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Hlutur Magma mun því minnka úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum félagið Jarðvarmi. Íslenskir lífeyrissjóðir munu því samtals eiga 46,1 prósent hlut í orkufélaginu að virði rúmlega 25 milljarða króna. Eignarhlutur Jarðvarma var metinn á 18,3 milljarða króna í bókum félagsins í lok árs 2016, en samkvæmt því er markaðsvirði HS Orku 54,8 milljarðar króna. Hefur það hækkað um 31 prósent á undanförnum fimm árum. Skuldabréfið, sem var á lokagjalddaga í gær, 16. júlí, var metið á tæpa 7,4 milljarða króna í lok júnímánaðar. ORK keypti bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 en þá nam kaupverðið tæpum 6,3 milljörðum króna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var þrjátíu prósenta hlutur HS Orku í Bláa lóninu settur í söluferli um miðjan maí. Bárust tilboð í hlutinn frá nokkrum erlendum fjárfestingarsjóðum, en þau gefa til kynna að HS Orka geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir söluna. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna. Kanadíska orkufélagið Alterra greindi frá því í síðustu viku að dótturfélag sitt, Magma Energy, ætti í viðræðum við íslenska fagfjárfestasjóðinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma gaf út við kaup á hlut sínum í HS Orku. Af tilkynningu Alterra má ráða að Magma hyggst ekki endurfjármagna lánið, heldur er gert ráð fyrir að ORK gangi að veði þess og yfirtaki þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Hlutur Magma mun því minnka úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum félagið Jarðvarmi. Íslenskir lífeyrissjóðir munu því samtals eiga 46,1 prósent hlut í orkufélaginu að virði rúmlega 25 milljarða króna. Eignarhlutur Jarðvarma var metinn á 18,3 milljarða króna í bókum félagsins í lok árs 2016, en samkvæmt því er markaðsvirði HS Orku 54,8 milljarðar króna. Hefur það hækkað um 31 prósent á undanförnum fimm árum. Skuldabréfið, sem var á lokagjalddaga í gær, 16. júlí, var metið á tæpa 7,4 milljarða króna í lok júnímánaðar. ORK keypti bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 en þá nam kaupverðið tæpum 6,3 milljörðum króna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var þrjátíu prósenta hlutur HS Orku í Bláa lóninu settur í söluferli um miðjan maí. Bárust tilboð í hlutinn frá nokkrum erlendum fjárfestingarsjóðum, en þau gefa til kynna að HS Orka geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir söluna.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira