Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/anton brink Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. Fundurinn er haldin að ósk Svandísar Svavarsdóttur úr Vinstri grænum og er tilefnið umræða í kjölfar þess að Róberti Árna Hreiðarssyni, sem nú heitir Robert Downey, var veitt uppreist æru. Róbert var á sínum tíma dæmdur til fangelsisvistar vegna grófra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. „Ég er ekki alveg viss um að þetta heyri undir okkar nefnd en það sem vafðist helst fyrir mér er árstíminn. Ég lít ekki á þennan fund sem nauðsynlegan út af neyðarástandi og ekkert sem gat ekki beðið fram yfir miðjan ágúst en einhverjum fannst mikilvægt að gera þetta strax og þá var ég ekkert að standa í vegi fyrir því,“ segir Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Sjálfur segist Brynjar ekki hafa kynnt sér reglurnar um uppreist æru. „Menn hafa fengið þetta einhverjum tíma eftir að þeir hafa verið dæmdir. Það er ekkert sjálfgefið að þetta þurfi að vera svona og ég vil gjarna vita hvernig þetta er annars staðar.“ Að sögn Brynjars munu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins og Lögmannsfélags Íslands mæta á fundinn til að upplýsa um hvernig staðið hafi verið að slíkum málum hérlendis og í nágrannalöndum okkar sömuleiðis. „Dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] hefur boðað breytingu og við fáum kannski að vita hvaða hugmyndir hún hefur um það,“ nefndarformaðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. Fundurinn er haldin að ósk Svandísar Svavarsdóttur úr Vinstri grænum og er tilefnið umræða í kjölfar þess að Róberti Árna Hreiðarssyni, sem nú heitir Robert Downey, var veitt uppreist æru. Róbert var á sínum tíma dæmdur til fangelsisvistar vegna grófra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. „Ég er ekki alveg viss um að þetta heyri undir okkar nefnd en það sem vafðist helst fyrir mér er árstíminn. Ég lít ekki á þennan fund sem nauðsynlegan út af neyðarástandi og ekkert sem gat ekki beðið fram yfir miðjan ágúst en einhverjum fannst mikilvægt að gera þetta strax og þá var ég ekkert að standa í vegi fyrir því,“ segir Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Sjálfur segist Brynjar ekki hafa kynnt sér reglurnar um uppreist æru. „Menn hafa fengið þetta einhverjum tíma eftir að þeir hafa verið dæmdir. Það er ekkert sjálfgefið að þetta þurfi að vera svona og ég vil gjarna vita hvernig þetta er annars staðar.“ Að sögn Brynjars munu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins og Lögmannsfélags Íslands mæta á fundinn til að upplýsa um hvernig staðið hafi verið að slíkum málum hérlendis og í nágrannalöndum okkar sömuleiðis. „Dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] hefur boðað breytingu og við fáum kannski að vita hvaða hugmyndir hún hefur um það,“ nefndarformaðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira