Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 20:15 Ellen Calmon Vísir/Anton Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“ Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“
Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00