Verð á matvælum lækkar milli mánaða Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 13:33 Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz. Neytendur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz.
Neytendur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira