Tvöfalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:24 Gestir sundlaugar Akureyrar hafa líklega getað fylkt liði í laugina á góðviðrisdögum það sem af er sumri. Vísir/Auðunn Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur. Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira