Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. júlí 2017 22:50 Lögmaður íslenska ríkisins segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki ábyrga fyrir skipun dómara við Landsrétt. Vísir/Ernir Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00
Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33
Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57