Landspítalinn braut lög við málsmeðferð hjúkrunarfræðings Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 16:12 Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Landspítalans að taka málið upp að nýju. Vísir/Vilhelm Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Landspítalanum bar að gefa hjúkrunarfræðingi, sem hafði fengið áminningu í starfi, færi á að tjá sig um málið áður en lokaákvörðun um áminninguna var tekin. Þannig var málsmeðferð Landspítalans ekki í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram áliti umboðsmanns Alþingis um málið sem birt var í dag.Ófagleg og óásættanleg framganga Forsaga málsins er sú að konan var boðuð á fund með yfirmanni og mannauðsstjóra í nóvember 2014 vegna viðbragða hennar við atviki sem hafði komið upp á kvöldvakt, en framganga konunnar í málinu er sögð hafa getað leitt til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi, að því er fram kemur í álitinu. Á fundinum var konunni tjáð að framkvæmdastjóri innan spítalans líti málið alvarlegum augum og tveimur dögum síðar var konunni vikið tímabundið frá störfum, eða í eitt ár. Hún fékk í framhaldinu bréf frá framkvæmdastjóranum þar sem segir:„Telja verður að hér sé um að ræða mjög ófaglega og algerlega óásættanlega framgöngu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns í starfi sem leitt hefði getað til alvarlegrar sýkingar hjá sjúklingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Spítalanum gert að taka málið upp að nýju Hjúkrunarfræðingurinn fór fram á endurupptöku málsins. Umboðsmaður segir að fyrir liggi að Landspítalinn hefði þá aflað frekari gagna í málinu, en ekki gefið konunni færi á að tjá sig um gögnin. Þau hefðu hins vegar að geyma upplýsingar sem væru henni í óhag. Í kjölfarið var beiðni konunnar um endurskoðun á ákvörðuninni synjað. Umboðsmaður taldi að með tilkomu nýrra gagna væri um nýja málsmeðferð að ræða og því hafi Landspítalanum borið að gefa konunni færi á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þar sem það var ekki gert hefði meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu stjórnsýslulaga,“ segir í álitinu. Var það jafnframt niðurstaða umboðsmanns Alþingis að skortur á viðbrögðum og svörum af hálfu Landspítalans við beiðnum landlæknis um frekari upplýsingar um málsatvik hafi ekki verið í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hefur þeim tilmælum verið beint til spítalans að taka mál hjúkrunarfræðingsins til meðferðar að nýju, komi ósk um það frá henni, og leysa þá úr málinu í samræmi við fyrrnefnd sjónarmið.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira