Ekkert verður af sameiningu FÁ og Tækniskólans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 17:23 Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ekki verði af sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra. Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/PjeturMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið greiningu á gögnum sem unnin voru um hugsanlega sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Ráðuneytið fékk einnig Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að leggja sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráðherra er að ekki verði ráðist í að sameina rekstur skólanna að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að gera ítarlegri athuganir á stöðu framhaldsskólanna í landinu og þróun í starfsemi þeirra á næstu árum meðal annars vegna fyrirsjáanlegra breytinga á nemendafjölda vegna styttingar náms til stúdentsprófs, stærð árganga á næstu árum, námsframboðs og annarra þátta. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir nauðsynlegt að athuga þá kosti sem í stöðunni eru þegar nemendum á framhaldsskólastigi muni væntanlega fækka um 600 á ári á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á nemendafjölda annars staðar á landinu. „Það er nauðsynlegt að athuga fyrirkomulag fræðslunnar því eðlilega hljóta framhaldsskólar að mótast af þeim breytingum sem verða í umhverfi þeirra, þörfum og væntingum nemenda og þeim fjölda nemenda sem í þá sækja,“ er haft eftir menntamálaráðherra í tilkynningu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ekki verði af sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra. Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/PjeturMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið greiningu á gögnum sem unnin voru um hugsanlega sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Ráðuneytið fékk einnig Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að leggja sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráðherra er að ekki verði ráðist í að sameina rekstur skólanna að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að gera ítarlegri athuganir á stöðu framhaldsskólanna í landinu og þróun í starfsemi þeirra á næstu árum meðal annars vegna fyrirsjáanlegra breytinga á nemendafjölda vegna styttingar náms til stúdentsprófs, stærð árganga á næstu árum, námsframboðs og annarra þátta. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir nauðsynlegt að athuga þá kosti sem í stöðunni eru þegar nemendum á framhaldsskólastigi muni væntanlega fækka um 600 á ári á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á nemendafjölda annars staðar á landinu. „Það er nauðsynlegt að athuga fyrirkomulag fræðslunnar því eðlilega hljóta framhaldsskólar að mótast af þeim breytingum sem verða í umhverfi þeirra, þörfum og væntingum nemenda og þeim fjölda nemenda sem í þá sækja,“ er haft eftir menntamálaráðherra í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39