Trump og Pútín mætast í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu eiga sinn fyrsta fund í Hamborg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59
G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40