Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 15:25 Ástráður og Jóhannes eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að virða niðurstöður hæfisnefndar að vettugi. samsett/garðar kjartansson Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki. Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki.
Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22