Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 13:21 Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. Vísir/getty Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna. Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna.
Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent