Lögreglan stöðvaði tvær umfangsmiklar kannabisræktanir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 20:00 Samtals 500 plöntur voru í ræktun í húsunum auk þess sem lagt var hald á tvö kíló af maríjúana. vísir/stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrradag tvær umfangsmiklar kannabisræktanir með samtals 500 kannabisplöntum. Þrír menn voru handteknir vegna málsins. Lögreglan framkvæmdi húsleit í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu og stöðvaði tvær kannabisræktanir. Samtals 500 plöntur voru í ræktun í húsunum auk þess sem lagt var hald á tvö kíló af maríjúana en þar var um að ræða efni sem búið var að skera og þurrka af plöntum sem höfðu verið í ræktun á sama stað og var tilbúið til dreifingar og neyslu. „Miðað við þær ræktanir sem við höfum við að taka niður á síðustu misserum þá er þetta stórt. Mikið af plöntum sem við haldlögðum,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar LRH. Hann vill þó ekki veita upplýsingar um hvar umrædd húsnæði eru á höfuðborgarsvæðinu. Þrír íslenskir karlmenn voru handteknir í tengslum við málið en þeim var öllum sleppt úr haldi í gærkvöldi. Að sögn Gríms játuðu þeir við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa staðið að ræktuninni. „Málið er langt komið og eins og ég sagði, það telst upplýst og nú þarf bara að klára og senda ákærusviði,“ segir Grímur. Grímur segir að plönturnar séu í vörslu lögreglu. „Það verður að gera það á meðan á málarekstrinum stendur og þær eru geymdar bara hjá lögreglu á svæði sem við höfum til þess að geyma svona efni.“ Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrradag tvær umfangsmiklar kannabisræktanir með samtals 500 kannabisplöntum. Þrír menn voru handteknir vegna málsins. Lögreglan framkvæmdi húsleit í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu og stöðvaði tvær kannabisræktanir. Samtals 500 plöntur voru í ræktun í húsunum auk þess sem lagt var hald á tvö kíló af maríjúana en þar var um að ræða efni sem búið var að skera og þurrka af plöntum sem höfðu verið í ræktun á sama stað og var tilbúið til dreifingar og neyslu. „Miðað við þær ræktanir sem við höfum við að taka niður á síðustu misserum þá er þetta stórt. Mikið af plöntum sem við haldlögðum,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar LRH. Hann vill þó ekki veita upplýsingar um hvar umrædd húsnæði eru á höfuðborgarsvæðinu. Þrír íslenskir karlmenn voru handteknir í tengslum við málið en þeim var öllum sleppt úr haldi í gærkvöldi. Að sögn Gríms játuðu þeir við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa staðið að ræktuninni. „Málið er langt komið og eins og ég sagði, það telst upplýst og nú þarf bara að klára og senda ákærusviði,“ segir Grímur. Grímur segir að plönturnar séu í vörslu lögreglu. „Það verður að gera það á meðan á málarekstrinum stendur og þær eru geymdar bara hjá lögreglu á svæði sem við höfum til þess að geyma svona efni.“
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira