Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri. Vísir/EPA Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46