Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Snærós Sindradóttir skrifar 20. júní 2017 07:00 Stefna lögreglunnar er að almennir lögreglumenn komi aldrei til með að þurfa að bera skotvopn dagsdaglega. Aginn er mikill sem og þjálfun lögreglumanna, en enginn vill vera fyrstur til að hleypa af. vísir/eyþór „Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45
Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51