Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2017 10:32 Nær allar stjörnur sem Kepler hefur skoðað voru með reikistjörnur í kringum sig. mynd/NASA/JPL-Caltech Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum. Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum.
Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira