Heimur í höndum skemanns Ole Anton Bieldtvedt skrifar 21. júní 2017 07:00 Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun