Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði? Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun