Verið með lögfræðing á línunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2017 06:00 Patrekur hefur verið að ná mjög eftirtektarverðum árangri í Austurríki. vísir/afp Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira