Eigandi Prooptik í hluthafahóp Kviku Hörður Ægisson skrifar 21. júní 2017 09:00 Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum. Gunnar Henrik B. Gunnarsson, fjárfestir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er kominn í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með rúmlega tveggja prósenta eignarhlut sem hann á óbeint í gegnum eignarhaldsfélagið RES II. Gunnar keypti hlutinn af breska fjárfestinum Don McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanni House of Fraser, en hann átti helmingshlut í fjárfestingarfélaginu Grandier, sem var með samtals sjö prósenta eignarhlut í Kviku, á móti fjárfestinum Sigurði Bollasyni. Félagið RES II hefur núna tekið yfir hlut Grandier samhliða því að McCarthy hefur losað um fjárfestingu sína í bankanum en félagið seldi einnig fyrir skemmstu átta prósenta hlut sinn í tryggingafélaginu VÍS. McCarthy hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við.Gunnar á 30 prósenta hlut í félaginu RES II sem á aftur sjö prósent í Kviku.Sigurður hefur á sama tíma aukið lítillega við hlut sinn í Kviku og fer núna með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bankanum í gegnum félagið RES II sem er í eigu hans og Gunnars. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í Kviku í lok nóvember í fyrra. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Stærsti hluthafi Kviku er VÍS með um 25 prósent. Á meðal annarra helstu hluthafa bankans, fyrir utan RES II og KB2 fjárfestingar, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brimgarðar ehf., Varða Capital og fjárfestingarfélagið Sigla. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Gunnar Henrik B. Gunnarsson, fjárfestir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er kominn í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með rúmlega tveggja prósenta eignarhlut sem hann á óbeint í gegnum eignarhaldsfélagið RES II. Gunnar keypti hlutinn af breska fjárfestinum Don McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanni House of Fraser, en hann átti helmingshlut í fjárfestingarfélaginu Grandier, sem var með samtals sjö prósenta eignarhlut í Kviku, á móti fjárfestinum Sigurði Bollasyni. Félagið RES II hefur núna tekið yfir hlut Grandier samhliða því að McCarthy hefur losað um fjárfestingu sína í bankanum en félagið seldi einnig fyrir skemmstu átta prósenta hlut sinn í tryggingafélaginu VÍS. McCarthy hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við.Gunnar á 30 prósenta hlut í félaginu RES II sem á aftur sjö prósent í Kviku.Sigurður hefur á sama tíma aukið lítillega við hlut sinn í Kviku og fer núna með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bankanum í gegnum félagið RES II sem er í eigu hans og Gunnars. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í Kviku í lok nóvember í fyrra. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Stærsti hluthafi Kviku er VÍS með um 25 prósent. Á meðal annarra helstu hluthafa bankans, fyrir utan RES II og KB2 fjárfestingar, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brimgarðar ehf., Varða Capital og fjárfestingarfélagið Sigla.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira